1997-05-17 03:59:27# 121. lþ. 129.17 fundur 620. mál: #A félagsleg aðstoð# frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[27:59]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Eins og kom fram í máli 1. flm. þessa frv. þá á ekki að skerða hjá neinum sem nú þegar er með greiðslur. Þeir sem fá núna greiðslur vegna fatlaðra eða sjúkra barna í dag munu ekki missa greiðslurnar. Aftur á móti verður sett ákveðið próf á, eins og kom fram. Ég spyr hvort hæstv. heilbrrh. sé í húsinu.

(Forseti (GÁ): Forseti bendir hv. þm. á að hann er í andsvari.)

Já, en ég teldi rétt að það kæmu hér svör við þessum spurningum hv. þm. frá hæstv. ráðherra. En ég bendi aftur á að verið er að auka rétt þessara barna með því að þau gætu fengið aukna greiðsluþátttöku í læknis- og lyfjakostnaði samkvæmt þeirri grein sem hér er verið að leggja til að verði samþykkt við breytingu á lögum um félagslega aðstoð.