Réttindi sjúklinga

Laugardaginn 17. maí 1997, kl. 13:05:24 (6854)

1997-05-17 13:05:24# 121. lþ. 130.7 fundur 260. mál: #A réttindi sjúklinga# frv., ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[13:05]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Það er greinilegt að fáir hér voru við umræðuna í nótt um þetta mál því að menn eru greinilega ekki inni í því hvað er verið að fjalla um. En ég ætla að gera grein fyrir breytingu sem minni hluti nefndarinnar leggur til. Hún er um að réttur verði til greiðslu ferðakostnaðar foreldra eða náinna aðstandenda sjúkra barna sem dveljast fjarri heimili sínu á sjúkrahúsi. Eins og reglurnar eru í dag er aðeins greidd ein ferð í viku til að heimsækja barn á sjúkrahúsi. Lagt er til að þeir öðlist sama rétt og sjúklingar til greiðslu ferðakostnaðar. Sömuleiðis er lagt til að foreldrar, sem þurfa að dveljast langdvölum að heiman vegna dvalar barna á sjúkrahúsi, eigi rétt til dagpeninga. Við teljum nauðsynlegt að réttur aðstandenda og foreldra sjúkra barna sem þurfa að dveljast á sjúkrahúsum verði aukinn og leggjum því þessa breytingu til.