Þingmennskuafsal Ólafs Ragnars Grímssonar

Þriðjudaginn 01. október 1996, kl. 14:31:33 (3)

1996-10-01 14:31:33# 121. lþ. 0.91 fundur 7#B þingmennskuafsal Ólafs Ragnars Grímssonar#, Aldursforseti RA
[prenta uppsett í dálka] 0. fundur

[14:31]

Aldursforseti (Ragnar Arnalds):

Hinn 10. júlí sl. barst forseta Alþingis bréf frá Ólafi Ragnari Grímssyni þar sem hann tilkynnir í samræmi við úrslit forsetakosninga 29. júní 1996 og ákvæði stjórnarskrár að hann biðjist lausnar sem alþingismaður Reykjaneskjördæmis. Við sæti Ólafs Ragnars Grímssonar tekur 1. varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi, Sigríður Jóhannesdóttir kennari, og verður 8. þingmaður Reyknesinga. Hún hafði áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili sem varamaður. Ég býð hana velkomna til þingstarfa.