Vaktþjónusta lækna og sjúkraflutningar í Hafnarfirði og nágrenni

Mánudaginn 07. október 1996, kl. 15:23:03 (46)

1996-10-07 15:23:03# 121. lþ. 3.1 fundur 31#B vaktþjónusta lækna og sjúkraflutningar í Hafnarfirði og nágrenni# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur

[15:23]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Varðandi fyrirspurn hv. þingmanns Guðmundar Árna Stefánssonar er því til að svara að verið er að endurskoða allt vaktsvæðið á Reykjavíkursvæðinu með tilliti til bæði sjúkraflutninga og læknavakta. Það eru læknavaktir í Hafnarfirði, t.d á St. Jósefsspítala og við höfum sérstaklega samið við St. Jósefsspítala um vaktir í bænum. Það er líka vakt á Sólvangi en neyðarbíllinn hjá Slökkviliði Reykjavíkur hefur þjónað Hafnfirðingum núna undanfarna mánuði.