Fjárlög 1997

Þriðjudaginn 08. október 1996, kl. 18:37:00 (128)

1996-10-08 18:37:00# 121. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., JBH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur

[18:37]

Jón Baldvin Hannibalsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er laukrétt að hæstv. fjmrh. hefur haft langan tíma til að læra og sem gamall skólameistari, þá kemur það upp í hugann að menn eiga að ljúka stúdentsprófi á fjórum árum að meðaltali, hraðferð þrjú ár. Fimm ár er eiginlega fyrir þá sem eru dálítið tregir. Sannleikurinn er sá að það er haft fyrir satt með Breta að það að vera stillt upp fyrir aftökusveit hjálpar mönnum mjög til þess að einbeita huganum. Kosningar eru aftökusveitir pólitíkusa. Kosningaloforðin voru gefin 1995. Nú er kannski helst til langt í kosningar. Það mundi hjálpa mönnum til þess að einbeita sér betur.