Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Fimmtudaginn 10. október 1996, kl. 14:17:51 (240)

1996-10-10 14:17:51# 121. lþ. 6.2 fundur 57. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (heildarlög) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur

[14:17]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Það kemur alveg skýrt fram í frv. að enginn mismunur er gerður á milli útgerða eftir því í hvaða hagsmunasamtökum þær eru og það kemur hvergi fram í frv. Það sem hv. þm. hefur sagt er að þeir sem ráða yfir skipum sem geta sótt þessar veiðar, eigi ekki að hafa þennan rétt. Nú segir hv. þm.: ,,Þeir eiga að hafa þennan rétt sem óska eftir því.`` Ef maður á að taka mark á fyrri ræðunni og þeirri seinni, þá eiga þeir að hafa þennan rétt sem óska eftir því nema þeir sem ráða yfir skipum sem geta sótt veiðarnar. Þetta er nú ekki beysinn málflutningur.