Lánasjóður íslenskra námsmanna

Fimmtudaginn 17. október 1996, kl. 14:23:17 (434)

1996-10-17 14:23:17# 121. lþ. 10.3 fundur 7. mál: #A Lánasjóður íslenskra námsmanna# (samtímagreiðslur o.fl.) frv., Flm. MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur

[14:23]

Flm. (Margrét Frímannsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Til hvers voru þessir 10 milljarðar notaðir? Það er það sem skiptir máli. Eru þeir notaðir til þess að auka tímabundinn hagvöxt, því að tekjuaukinn er notaður til þess að viðhalda hagvexti. Eða eru þeir notaðir til að tryggja hagvöxt til framtíðar? Eru þeir notaðir til þess? Er álverið og stóriðja betri fjárfesting og eru það tryggari aðgerðir fyrir efnahagslífið heldur en að auka framlög til Lánasjóðs ísl. námsmanna? Af hverju kemur ekki hæstv. ráðherra hér með töluna um það hvernig hefur verið staðið að framlögum þangað þegar betur árar í öllu góðærinu?