För sjávarútvegsráðherra til Japans

Mánudaginn 28. október 1996, kl. 15:15:48 (502)

1996-10-28 15:15:48# 121. lþ. 11.2 fundur 47#B för sjávarútvegsráðherra til Japans# (óundirbúin fsp.), sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur

[15:15]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Það var að vísu ekki beint að því spurt fyrr en í ræðu hv. þm. nú í síðustu ræðu, en að sjálfsögðu var hér um að ræða ferð á vegum ríkisins þó að eitt af tilefnunum hafi verið það að japönsk stjórnvöld hafa um alllangan tíma boðið til slíkra viðræðna, þá var ferðin kostuð af ríkinu. En ég vil aðeins ítreka að af hálfu ráðuneytisins hefur verið kappkostað að reyna að styðja útflutningsstarfsemi og ráðuneytið og ég persónulega hef gert það með ýmsu móti á ferðalögum og hér heima og sölusamtökum eða söluaðilum hefur ekki á neinn hátt verið mismunað í þeim efnum.