Tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 29. október 1996, kl. 14:50:19 (578)

1996-10-29 14:50:19# 121. lþ. 12.97 fundur 62#B tilhögun þingfundar#, iðnrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[14:50]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson):

Herra forseti. Ég stóð í þeirri meiningu þegar dagskrá hófst á þessum þingfundi í dag og eins og kom fram hjá hæstv. forseta við upphaf fundarins, að gert væri ráð fyrir að sú utandagskrárumræða sem hv. þm. Svavar Gestsson óskaði eftir færi fram strax að aflokinni umræðu um 8. dagskrármálið sem hér var á dagskrá. Ég hef gengið út frá því að svo yrði, hæstv. forseti, og hef skipulagt daginn hjá mér með öðrum hætti. Ef ekki er hægt að verða við því þá verð ég að óska eftir að þessari umræðu verði seinkað.