1996-11-04 15:04:37# 121. lþ. 16.96 fundur 70#B Jónas Hallgrímsson fyrir HÁs, Ólafur Þ. Þórðarson fyrir GMS, Þórunn Sveinbjarnarsóttir fyrir GGuðbj, Viktor B. Kjartansson fyrir KPál og Ólafía Ingólfsdóttir fyrir ÍGP#, Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur

[15:04]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Borist hafa fimm bréf er varða varamenn. Hið fyrsta er svohljóðandi:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþingmaður Framsfl. í Austurl., Jónas Hallgrímsson framkvæmdastjóri, Seyðisfirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Halldór Ásgrímsson, 1. þm. Austurl.``

Jónas Hallgrímsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.

Annað bréf hljóðar svo:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í einkaerindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþingmaður Framsfl. í Vestf., Ólafur Þ. Þórðarson, fyrrv. alþm., taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Gunnlaugur M. Sigmundsson, 2. þm. Vestf.``

Kjörbréf Ólafs Þ. Þórðarsonar hefur verið samþykkt. Hann hefur svo sem kunnugt er áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.

Þriðja bréfið hljóðar svo:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþingmaður Samtaka um kvennalista í Reykjavík, Þórunn Sveinbjarnardóttir stjórnmálafræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Guðný Guðbjörnsdóttir, 19. þm. Reykv.``

Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.

Í fjórða lagi er bréf, svohljóðandi:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþingmaður Sjálfstfl. í Reykn., Viktor B. Kjartansson tölvunarfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Kristján Pálsson, 10. þm. Reykn.``

Viktor B. Kjartansson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.

Í fimmta og síðasta lagi er síðan bréf sem hljóðar þannig:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Framsfl. í Suðurl., Ólafía Ingólfsdóttir bóndi, Vorsabæ, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Ísólfur Gylfi Pálmason, 4. þm. Suðurl.``

Kjörbréf Ólafíu Ingólfsdóttur hefur verið rannsakað og samþykkt. Hún hefur ekki tekið sæti áður á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.