Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 11:55:53 (897)

1996-11-07 11:55:53# 121. lþ. 20.1 fundur 65#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995# (munnl. skýrsla), ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[11:55]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég hélt því ekki fram að stjórn Byggðastofnunar væri andstæðingur kvenna. Það væri trúlega fráleitt. Vissulega ber að fagna hinum nýfengna áhuga á verkefnum og málefnum kvenna. Þær standa höllum fæti á landsbyggðinni, við vitum það öll, en ég fagna því að Byggðastofnun sé nú að verja meira fé til verkefna sem koma konum beint til góða.

Hins vegar þegar maður lítur á tölurnar sem finna má í skýrslunni frá síðasta ári kemur í ljós að um 200 millj. kr. hafi verið veittar í styrki eftir því sem ég kemst næst og ég gat ekki betur séð en um tíund þess, eða um 20 millj. kr., væru til beinna kvennaverkefna, sem sagt ráðstafað úr félmrn. Ég hygg að við getum verið sammála um það, ég og hv. síðasti ræðumaður, að það þarf að gera miklu, miklu betur og það þarf líka að fá fleiri konur inn í þetta starf með fullri virðingu fyrir hv. stjórnarmönnum í Byggðastofnun.