Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 14:13:38 (933)

1996-11-07 14:13:38# 121. lþ. 20.1 fundur 65#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995# (munnl. skýrsla), StG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[14:13]

Stefán Guðmundsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er enn og aftur rangt farið með. Það fjármagn sem hv. þm. talar um eru tillögur svokallaðrar Vestfjarðanefndar, sem var sérstök nefnd, og Byggðastofnun átti þar engan hlut að, nema það kom til hennar að setja út fjármagnið. Það var sérstök nefnd sem vann að þessu máli. (Gripið fram í: Hver skipaði nefndina?) (Gripið fram í: Pólitískir kommisarar.) Ríkisstjórnin gerði það.

(Forseti (StB): Hv. þm. hefur orðið.)

Ég vil líka segja að það er dálítið merkilegt þegar hv. þm. kemur hér upp og segir að lán séu akkúrat orðnir styrkir. Það er hans mat að fullyrða slíkt. Og hann segir líka að leggja megi Byggðastofnun niður en ekki að hætta að láta hana hafa peninga. Það eiga bara að vera aðrir sem úthluta þessum styrkjum, þ.e. leggja Byggðastofnun niður en halda styrkjunum áfram. Það á bara einhver annar að gera það. Hvers konar málflutningur er þetta?