Lánasjóður íslenskra námsmanna

Þriðjudaginn 12. nóvember 1996, kl. 14:06:36 (1031)

1996-11-12 14:06:36# 121. lþ. 21.11 fundur 7. mál: #A Lánasjóður íslenskra námsmanna# (samtímagreiðslur o.fl.) frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur

[14:06]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. mennmrh. sagði: ,,á grundvelli samkomulags á milli stjórnarflokkanna``. Þá spyr ég: Hvert er efni þess samkomulags? Hefur námsmönnum verið kynnt það samkomulag og hvenær verður það birt í þessari stofnun? Það er óhjákvæmilegt að fá um það upplýsingar. Hvenær var þetta samkomulag gert? Hvenær verður það birt? Hverjir vita um samkomulagið? Ég vona að hæstv. menntmrh. sé ljóst að upp á framhald umræðu þessa máls er alveg óhjákvæmilegt að hann svari þessari spurningu: Hvenær var samkomulagið gert og innsiglað á milli stjórnarflokkanna? Hann orðaði það þannig að stjórnarflokkarnir hefðu komist að samkomulagi sem þýðir þá væntanlega að Framsfl. hafi gefið eftir í þessari stóru kröfu varðandi samtímagreiðslurnar. Er það svo?