Fjárstyrkur til heilsárshótela á landsbyggðinni 1995

Fimmtudaginn 14. nóvember 1996, kl. 13:51:56 (1193)

1996-11-14 13:51:56# 121. lþ. 24.95 fundur 87#B fjárstyrkur til heilsárshótela á landsbyggðinni 1995# (umræður utan dagskrár), JónK
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur

[13:51]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Ég vil í örfáum orðum gera grein fyrir þeirri tilvitnun í ræðu formanns fjárln. sem hæstv. samgrh. fór með áðan og hvað lá að baki þeirri stefnubreytingu sem þar var frá því að fyrrv. formaður hafði fjallað um þetta mál. Það lágu einfaldlega að baki umræður sem höfðu orðið í fjárln. um að það sem helst vantaði í ferðaþjónustu úti á landsbyggðinni væri markaðsátak og að markaðsátak kæmi allri ferðaþjónustu á viðkomandi svæði til góða. Þess vegna gat ég um þetta í fjárlagaræðunni á síðasta ári.

Ég vil taka það fram vegna þeirra umræðna sem hér hafa verið að þetta fjármagn eins og því er úthlutað á að fara til markaðsátaks og það er hlutverk samgrn. að ganga eftir því hvort eftir því hefur verið farið. Ráðuneytið hefur séð um úthlutun á þessu fé, en heildarupphæðin var ákveðin í meðförum fjárln. eins og komið hefur fram.