Svör ráðherra við óundirbúnum fyrirspurnum

Mánudaginn 18. nóvember 1996, kl. 15:24:09 (1322)

1996-11-18 15:24:09# 121. lþ. 26.92 fundur 101#B svör ráðherra við óundirbúnum fyrirspurnum# (um fundarstjórn), GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[15:24]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir orð hv. þingmanna sem hér hafa talað um fundarstjórn í þessari umræðu.

Fyrir 2--3 vikum síðan, rétt áður en ég fór á þing Sameinuðu þjóðanna í New York, barst mér skriflegt svar við fyrirspurn sem ég hafði lagt fram um fátækt á Íslandi. Mér gafst því miður ekki tækifæri til þess að gera skriflega athugasemd við það í blaðagreinum eða öðru en mun gera það á næstunni. Mér skilst að það hafi komið til umræðu í þinginu á meðan ég var í burtu og ég er innilega sammála því að það hafi verið umræðuvert svar þar sem reynt var að komast hjá því með öllum ráðum að svara því sem um var spurt.

Ég verð að taka undir að það svar sem hæstv. menntmrh. gaf áðan við fyrirspurn um Lánasjóð ísl. námsmanna var alls ekki bjóðandi. Maður veltir því fyrir sér til hvers verið er að bjóða upp á fyrirspurnatíma eða skrifleg svör við fyrirspurnum ef ekki er hægt að svara þeim betur en hér er gert.