Stytting vinnutíma án lækkunar launa

Mánudaginn 18. nóvember 1996, kl. 16:17:24 (1343)

1996-11-18 16:17:24# 121. lþ. 26.13 fundur 4. mál: #A stytting vinnutíma án lækkunar launa# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[16:17]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki í nokkrum vafa um að framleiðni íslenskra fyrirtækja mundi lagast með styttri vinnutíma. Mér finnst að það liggi í hlutarins eðli. Ég er vanbúinn að svara því hver ósköpin það eru sem standa í veginum fyrir því að menn geti samið um að stytta vinnutímann, þ.e. ef sömu afköst nást á styttri tíma. Mjög athyglisverðar tilraunir hafa verið gerðar, m.a. --- ég held ég fari rétt með --- hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þar fengu menn aðra launauppbyggingu og skila sömu vinnu og þeir gerðu áður á verulega skemmri tíma og halda svipuðum tekjum og þeir höfðu áður.

Ég sé ekki annað en það sé allra hagur, bæði vinnuveitenda og launamanna ef hægt er að ná sömu vinnu á skemmri tíma fyrir sömu peninga.