Landmælingar og kortagerð

Þriðjudaginn 19. nóvember 1996, kl. 19:42:32 (1424)

1996-11-19 19:42:32# 121. lþ. 27.11 fundur 159. mál: #A landmælingar og kortagerð# (heildarlög) frv., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur

[19:42]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég saknaði þess mjög úr máli hæstv. ráðherra að ekki var vikið að þeim stóru verkefnum sem varða stafræna kortagerð, stafræn landfræðilegt upplýsingakerfi í mælikvarðanum 1:25.000 sem og önnur þau stóru verkefni sem bíða en alveg sérstaklega þetta. Eins það sem ég nefndi í fyrri ræðu minni varðandi það að ætla Landmælingum Íslands einhvern verulegan hlut í umhverfisvöktum og kortlagningu sem snertir þau mál sem ég sé að engu getið í frv. Ég vona að hæstv. ráðherra geti aðeins varpað ljósi á þau efni.