Vigdís Hauksdóttir fyrir FI

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 10:33:43 (1839)

1996-12-05 10:33:43# 121. lþ. 36.96 fundur 132#B Vigdís Hauksdóttir fyrir FI#, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[10:33]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Borist hefur eftirfarandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 2. varaþm. Framsfl. í Reykv., Vigdís Hauksdóttir blómakaupmaður, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni og forföllum 1. varaþm. flokksins í Reykv.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Finnur Ingólfsson, 7. þm. Reykv.``

Þá hefur enn fremur borist svofellt bréf:

,,Vegna sérstakra anna sé ég mér ekki fært að taka sæti Finns Ingólfssonar, 7. þm. Reykv., á Alþingi sem 1. varaþm. Framsfl. í Reykv.

Virðingarfyllst, Arnþrúður Karlsdóttir.``

Kjörbréf Vigdísar Hauksdóttur hefur verið samþykkt. Hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.