Almenn hegningarlög

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 15:31:10 (1917)

1996-12-05 15:31:10# 121. lþ. 36.14 fundur 29. mál: #A almenn hegningarlög# (barnaklám) frv., Frsm. SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[15:31]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Alveg burt séð frá mínum skoðunum á því hvort hækka beri sjálfræðisaldurinn og vafalaust eigum við eftir að koma að umræðum um það efni seinna á þessu þingi, þá er það nú svo að t.d. í Noregi og á Norðurlöndunum almennt, er sjálfræðisaldurinn 18 ár. En engu að síður er í sambærilegum hegningarlagaákvæðum miðað við 16 ár þannig að þetta er kannski spurning um skilgreiningu á því hvað eru börn og hvað eru ungmenni.