Umferðarlög

Miðvikudaginn 11. desember 1996, kl. 16:06:01 (2062)

1996-12-11 16:06:01# 121. lþ. 40.4 fundur 55. mál: #A umferðarlög# (EES-reglur, vegheiti o.fl.) frv., GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur

[16:06]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Í skýrslu sem gefin var út af Félagsvísindastofnun háskólans kom í ljós að tjón í umferðinni nemur um 16--18 milljörðum kr. og eru rakin að verulegu leyti til of mikils hraðaksturs og vegtæknigalla. Ég tel ekki nokkurt vit í að styðja tillögu eins og hér er verið að greiða atkvæði um og ég segi nei.