Vörugjald

Mánudaginn 16. desember 1996, kl. 15:41:47 (2260)

1996-12-16 15:41:47# 121. lþ. 45.4 fundur 142. mál: #A vörugjald# (gjaldflokkar, lækkun gjalda) frv. 148/1996, Frsm. meiri hluta EOK
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur

[15:41]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Einar Oddur Kristjánsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir breytingartillögum frá meiri hluta efh.- og viðskn., á þskj. 237. Þetta eru tvær mjög veigalitlar breytingar. Meiri hlutinn leggur til að frv. verði samþykkt með þeim breytingum sem þar eru lagðar til.

Í því felst að tvö tollskrárnúmer falla brott úr magngjaldinu, þ.e. annars vegar morgunverðarkorn með súkkulaði og hins vegar ilmblöndur sterkari en 60%. Ekki þykir eðlilegt að þessar vörur beri vörugjald.

Þá er lagt til að að gildistöku frv. verði frestað um einn mánuð.

Undir þetta nefndarálit skrifa auk mín Sólveig Pétursdóttir, Pétur H. Blöndal, Valgerður Sverrisdóttir, Gunnlaugur M. Sigmundsson auk formannsins Vilhjálms Egilssonar.