Atvinnuleysi og vinnumarkaðsaðgerðir

Miðvikudaginn 18. desember 1996, kl. 13:09:59 (2366)

1996-12-18 13:09:59# 121. lþ. 48.1 fundur 224. mál: #A atvinnuleysi og vinnumarkaðsaðgerðir# fsp. (til munnl.) frá félmrh., Fyrirspyrjandi VH
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[13:09]

Fyrirspyrjandi (Vigdís Hauksdóttir):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. greinargóð svör við spurningum mínum. Það er mjög mikilvægt að atvinnuleysi fari minnkandi. Samt harma ég hlut kvenna. Það er áhyggjuefni að e.t.v. skuli skýring á atvinnuleysi kvenna felast í lágum launum. Að þær telji hag sínum betur borgið á bótum heldur en að taka þátt í atvinnulífinu. Eða höfðar kannski átaksverkefni í vinnumálum ekki til kvenna? Þessu verður að breyta. Ég fagna þessari skýru stefnu stjórnvalda til upprætingar atvinnuleysi og sterkra áherslna í vinnumarkaðsaðgerðum fyrir langtímaatvinnulausa.