1996-12-21 00:36:34# 121. lþ. 55.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[24:36]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Í þessum lið hafa verið teknar á þriðja hundrað milljóna af því vegafé sem áætlað var til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu til að greiða niður skuldir flóabátanna Baldurs og Herjólfs. Ég mótmæli þessum niðurskurði. Ég mótmæli því að hæstv. samgrh. sendi skilaboð til sveitarstjórna, eins og hann gerði til borgarstjórnar Reykjavíkur áðan. Og ég vil minna á það að 2/3 allra slysa og óhappa á höfuðborgarsvæðinu verða í umferðinni og ég veit ekki betur en að hæstv. ríkisstjórn hafi sett sér markmið í umferðaröryggismálum og sent skilaboð þess efnis til sveitarstjórna. Ég get ekki séð að þetta sé að neinu leyti til að stuðla að því að þeir nái þessum markmiðum með því að draga svona úr framkvæmdafé til vegamála á höfuðborgarsvæðinu. Ég segi nei.