Ferill 78. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 78 . mál.


78. Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um læknavakt í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi.

Frá Guðmundi Árna Stefánssyni.



    Hvers vegna er engin virk læknavakt í Hafnarfirði frá kl. 12 á miðnætti til kl. 8 að morgni eins og verið hefur um langt árabil?
    Hvert eiga 25 þús. íbúar Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps að snúa sér þurfi þeir læknisaðstoð í heimahúsi að næturlagi?
    Hvað hyggst ráðherra gera til að bæta úr því ófremdarástandi sem í þessum málum ríkir?