Ferill 125. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 125 . mál.


136. Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um þátttöku ríkisins í náttúrustofum í kjördæmum.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hvaða kröfur telur ráðuneytið að heimaaðilar þurfi að uppfylla um aðstöðu og annan undirbúning áður en heimild fyrir aðild ríkisins að náttúrustofu í kjördæmi er notuð, sbr. II. kafla laga nr. 60/1992?
    Hvaða ástæður getur ráðuneytið haft til að blanda sér í deilur heimamanna um staðarval fyrir náttúrustofur í kjördæmi?