Ferill 142. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 142 . mál.


157. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996.)



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. 3. gr. laganna:
    Í stað orðanna „C–F-liðum“ í 1. málsl. kemur: C–E-liðum.
    4. tölul. fellur brott.

2. gr.

    Í stað orðanna „C–F- liðum“ í 6. gr. laganna kemur: C–E-liðum.

3. gr.

    Í stað orðanna „C–F- liðum“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: C–E-liðum.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á viðauka I við lögin:
    Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum í A-lið viðaukans breytist fjárhæð magngjalds úr 65 kr./kg í 60 kr./kg:

1704.1000
1704.9001
1704.9002
1704.9003
1704.9004
1704.9005
1704.9006
1704.9007
1704.9009
1806.1000
1806.2001
1806.2003
1806.2004
1806.2005
1806.2006
1806.2009
1806.3101
1806.3109
1806.3201
1806.3202
1806.3203
1806.3209
1806.9023
1806.9024
1806.9025
1806.9025
1806.9027
1806.9028
1806.9029
1806.9039
2106.9061
3003.9001
3004.5004
3004.9004
3302.1021
3302.1029
3302.1030
    Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum í A-lið viðaukans breytist fjárhæð magngjalds úr 12 kr./kg í 10 kr./kg:

2006.0011
2006.0012
2006.0019
2006.0021
2006.0022
2006.0023
2006.0029
2006.0030
2007.1000
2007.9100
2007.9900
2008.1101
2008.1109
2008.1900
2008.2001
2008.2009
2008.3001
2008.3009
2008.4001
2008.4009
2008.5001
2008.5009
2008.6001
2008.6009
2008.7001
2008.7009
2008.8001
2008.8009
2008.9100
2008.9201
2008.9209
2008.9901
2008.9902
2008.9909
2106.9062
    Af vörum í öllum tollskrárnúmerum sem tilgreind eru í B-lið viðaukans breytist fjárhæð magngjalds úr 9 kr./l í 8 kr./l.

    Eftirgreind tollskrárnúmer bætast við í C-lið viðaukans:

8708.1000
8708.2900
8708.3100
8708.3900
8708.4000
8708.5000
8708.6000
8708.7000
8708.8000
8708.9100
8708.9300
8708.9400
8708.9900
    Eftirgreind tollskrárnúmer falla brott úr C-lið viðaukans:

3303.0001
3303.0002
3304.1000
3304.2000
3304.3000
3304.9100
3304.9900
3305.2000
3305.3000
3305.90003307.1000
3307.2000
3307.3000
3307.4100
3307.4900
3307.9002
3307.9009
3701.2000
3701.9109
3701.9909
3702.2000
3702.3100
3702.3200
3702.3909
3702.4402
3702.5100
3702.5200
3702.5300
3702.5400
3702.5500
3702.5600
3702.9100
3702.9200
3702.9300
3702.9400
3702.9500
    Eftirgreind tollskrárnúmer falla brott úr D-lið viðaukans:

8708.1000
8708.2900
8708.3100
8708.3900
8708.4000
8708.5000
8708.6000
8708.7000
8708.8000
8708.9100
8708.9300
8708.9400
8708.9900
9608.1000
9608.2000
9608.3100
9608.3900
9608.4000
9608.5000
9608.6000
9608.9100
9608.9900
9609.1000
9609.2000
9609.9000
    Eftirgreind tollskrárnúmer bætast við E-lið viðaukans:

8527.1201
8527.1209
8527.1301
8527.1302
8527.1309
8527.1900
8527.2101
8527.2102
8527.2109
8527.2900
8527.3101
8527.3102
8527.3109
8527.3200
8527.3900
8527.9009
8528.1202
8528.1209
8528.1302
8528.1309
8528.2109
8528.2209
8528.3009
8529.1009
8529.9009
8543.8100
8543.8901
8543.9001
9301.0000
9302.0000
9303.1000
9303.2000
9303.3000
9303.9009
9304.0000
9305.1000
9305.2100
9305.2900
9305.9000
9306.1000
9306.2100
9306.2900
9306.3009
9306.9009
9307.0000
    F-liður viðaukans fellur brott.

5. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1997.

Ákvæði til bráðabirgða.

    Ákvæði laga þessara skulu taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru við gildistöku þeirra, þó ekki vara sem afhentar hafa verið með bráðabirgðatollafgreiðslu, svo og til allra innlendra framleiðsluvara sem ekki hafa verið seldar eða afhentar þann dag.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með lögum nr. 89/1996, sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor, voru gerðar ýmsar breytingar á lögum nr. 97/1987, um vörugjald. Með breytingunum var komið til móts við athugasemdir sem Eftirlitsstofnun EFTA hafði gert, bæði hvað varðar mismunandi greiðslufrest og mismunandi gjaldstofn vörugjalds, eftir því hvort um var að ræða innfluttar vörur eða innlendar framleiðsluvörur. Með lögunum var greiðslufrestur af innfluttum vörum og innlendum framleiðsluvörum samræmdur. Ákvæðum um gjaldstofn vörugjalds var jafnframt breytt, þannig að gjaldstofninn er nú hinn sami hvort sem vara er innflutt eða innlend. Þannig var m.a. tekið upp magngjald í stað verðgjalds á matvörur, hjólbarða og gúmmívörur.
    Í athugasemdum við frumvarp það sem lagt var fram til fyrrgreindra laga kom fram að ríkisstjórnin stefndi að lækkun vörugjalds um sem næmi 350 millj. kr. í tengslum við samræmingu tryggingagjalds á milli atvinnugreina. Boðað var að breyting þessi kæmi til framkvæmda á næstu árum í formi lækkaðra magngjalda, lækkunar á hæstu flokkum verðgjalds og fækkunar gjaldskyldra vara.
    Í lagafrumvarpi því sem nú er lagt fram eru lagðar til breytingar á vörugjaldi í samræmi við framangreind fyrirheit ríkisstjórnarinnar. Lagt er til að vörugjald verði fellt niður af snyrtivörum, filmum og ritföngum, að magngjald af ýmsum matvörum verði lækkað, að vörugjald af ýmsum varahlutum í bifreiðar lækki úr 20% í 15% og loks að vörugjald af þeim vörum sem borið hafa 30% vörugjald lækki í 25%. Um nánari skýringar á breytingum þessum vísast til athugasemda við einstakar greinar frumvarpsins.
    Reiknað er með að tekjur ríkissjóðs af vörugjaldi lækki um tæplega 300 millj. kr., verði frumvarp þetta að lögum. Í athugasemdum við einstakar greinar frumvarpsins kemur fram hvert tekjutap ríkissjóðs er vegna hverrar breytingar fyrir sig.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.

    Lagðar eru til breytingar á orðalagi 3. gr. laganna til samræmis við það að gjaldflokkum fækkar um einn við að vörugjald af vörum sem borið hafa 30% vörugjald lækkar í 25%.

Um 2. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 3. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 4. gr.

    Í greininni eru lagðar til þær breytingar sem gera þarf á viðauka I við lögin.
    Í a-lið er kveðið á um lækkun magngjalds af sælgæti úr 65 kr./kg í 60 kr./kg. Reikna má með að tekjur ríkissjóðs af vörugjaldi muni lækka um 10 millj. kr. á ári við þessa breytingu.
    Í b-lið er lagt til að gjald af niðursoðnum ávöxtum, sultum o.fl. lækki úr 12 kr./kg í 10 kr./kg. Áætla má að tekjutap ríkissjóðs af vörugjaldi muni nema um 4,5 millj. kr. á ári við breytinguna.
    Í c-lið er gert ráð fyrir að gjald af ýmsum drykkjarvörum, einkum safa, gosdrykkjum og óáfengum vínum, lækki úr 9 kr./l í 8 kr./l. Líklegt er að tekjur ríkissjóðs af vörugjaldi lækki um 47 millj. kr. á ári við þessa breytingu.
    Í d-lið er gert ráð fyrir að vörugjald af þeim varahlutum í bifreiðar sem borið hafa 20% vörugjald lækki í 15%. Tekjur ríkissjóðs af vörugjaldi munu væntanlega lækka um 44 millj. kr. á ári við breytinguna.
    Í e-lið er gert ráð fyrir að 15% vörugjald sem nú er á filmum og snyrtivörum verði fellt niður. Reikna má með að árlegt tekjutap ríkissjóðs af vörugjaldi af filmum nemi um 16 millj. kr., en um 108 millj. kr. af snyrtivörum.
    Í f-lið er gert ráð fyrir að 20% vörugjald á ritföngum falli niður. Vörugjaldstekjur ríkissjóðs munu að líkindum lækka um 20 millj. kr. á ári við þá breytingu. Jafnframt er kveðið á um að tiltekin tollskrárnúmer falli brott úr D-lið viðaukans, en þau færast í C-lið viðaukans, sbr. skýringar við d-lið hér að framan.
    Í g- og h-lið eru lagðar til breytingar á viðaukanum, þannig að vörugjald af þeim vörum, sem nú bera 30% vörugjald, lækkar í 25%. Um er að ræða mynd- og hljómflutningstæki, útvörp og segulbönd annars vegar en byssur og skotfæri hins vegar. Gera má ráð fyrir að árlegt tekjutap ríkissjóðs við þessa breytingu muni nema um 44 millj. kr.

Um 5. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringa.



Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 97/1987,


um vörugjald, með síðari breytingum.


    Með frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á innheimtu vörugjalds af nokkrum vöruflokkum. Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs vegna þessara breytinga hjá innheimtuaðilum verði óveruleg.