Ferill 215. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 215 . mál.


262. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um kynferðislega misnotkun á börnum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



    Hversu oft á síðustu fimm árum hafa félagsmálayfirvöld, barnaverndarnefndir og barnaverndarráð fengið til meðferðar mál vegna meintrar kynferðislegrar misnotkunar á börnum?
    Hversu oft á þessu tímabili hafa félagsmálayfirvöld, barnaverndarnefndir og barnaverndarráð úrskurðað og/eða kært meint brot af þessu tagi og hversu oft hefur það leitt til ákæru og sektar samkvæmt ákvæðum laga um vernd barna og ungmenna og almennra hegningarlaga?
    Hvaða rannsóknaraðferðir eru helst notaðar þegar um er að ræða meinta kynferðislega misnotkun á börnum? Er kannað hvort gerandi hefur haft í fórum sínum barnaklám eða dreift því?
    Er öllum börnum, sem hafa verið misnotuð kynferðislega, tryggður stuðningur og meðferð af hálfu hins opinbera, annars vegar ríkis og hins vegar sveitarfélaga? Þarf að auka þann stuðning og þá hvernig?


Skriflegt svar óskast.