Ferill 245. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 245 . mál.


531. Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Hallvarðssonar um aðgang fólks undir lögaldri að vínveitingahúsum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hve mörg vínveitingahús hafa sl. fimm ár fengið áminningu fyrir að veita fólki undir lögaldri aðgang?
    Hvaða viðurlögum hefur verið beitt í þeim tilvikum?


    Dómsmálaráðuneytið óskaði með bréfi dags. 20. desember sl. eftir upplýsingum lögreglustjóra um þau atriði sem fyrirspurnin lýtur að. Óskað var eftir yfirliti viðkomandi embættis um þau tilvik þar sem veitingamanni (áfengisveitingahúsi) voru gerð viðurlög vegna vanrækslu á 4. mgr. 20. gr. áfengislaga, nr. 82/1969, sbr. 8. gr. laga nr. 25/1989, sbr. einnig að sínu leyti 2. mgr. 58. gr. laga nr. 58/1992, um vernd barna og ungmenna. Óskað var eftir því að viðurlög væru greind sundur eftir því hvort um væri að ræða áminningu eða önnur viðurlög, auk þess sem óskað var eftir fjölda þeirra veitingamanna sem sætt hefðu þessum viðurlögum.
    Svör bárust frá öllum embættunum nema einu, sem ekki hefur svarað þrátt fyrir ítrekun. Geymir meðfylgjandi tafla yfirlit um svörin. Öll embættin miðuðu svör sín við árin 1992–96, að báðum árunum meðtöldum.
    Geta verður þess sem greinilega kom fram í svörunum að mjög misjafnt er milli umdæma hvenær löggæslu- og áfengiseftirlitsmenn telja að gefin hafi verið áminning með formlegum hætti. Skoða verður því fjölda áminninga með ákveðnum fyrirvara. Enn fremur verður að hafa þann fyrirvara á að einstökum leyfishöfum kann að hafa verið gert að hlíta strangari skilyrðum en áður við endurnýjun leyfa vegna mögulegrar vanrækslu á því að fylgjast með aldri gesta. Slíkar ákvarðanir eru hins vegar ekki teknar með í þetta yfirlit.
    Með þessum fyrirvörum má ráða af töflunni að áminningar hafi a.m.k. verið veittar í um eitt hundrað tilvikum á fyrrgreindu tímabili. Ákvörðun annarra viðurlaga hefur hins vegar verið miklum mun fátíðari þar eð aðeins er upplýst um ellefu tilvik á þessu fimm ára tímabili, þar af var í átta tilvikum um að ræða tímabundna sviptingu leyfis til áfengisveitinga en í þremur tilvikum var veitingamanni gerð sekt með svokallaðri lögreglustjórasátt.
    Leyfishafar sem sætt hafa viðurlögum eru nokkru færri en ákvarðanirnar.
    Í svörum sínum létu mörg embætti í ljós þá skoðun að eftirlit með áfengisveitingahúsum væri í þokkalegu góðu horfi í viðkomandi umdæmi. Þó töldu sumir að fleiri löggæslumanna væri þörf til þess að eftirlitið yrði fullnægjandi.

Fjöldi ákvarðana um viðurlög vegna aðgangs ungmenna að áfengisveitingahúsum


árin 1992–96 og fjöldi leyfishafa sem þær hafa beinst að.



Áminningar

Önnur viðurlög

Ákvarðanir

Leyfishafar


Sýslumannsembætti

leyfissvipting

sekt

samtals

samtals



Akranes     

1

1

2

2


Borgarnes     

15–20

0

0

15–20

4


Stykkishólmur     

0

2

2


Búðardalur     

4

0

0

4

2


Patreksfjörður     
Bolungarvík     

0

0

0

0

0


Ísafjörður     

3

3

3


Hólmavík     

0

0

0

0

0


Blönduós     

0

0

0

0

0


Sauðárkrókur     

1

0

0

1

1


Siglufjörður     

1

0

0

1

1


Ólafsfjörður     

0

0

0

0

0


Akureyri     

9

0

0

9


Húsavík     

[6]

0

0

[6]


Seyðisfjörður     

0

0

0

0

0


Neskaupstaður     

0

0

0

0

0


Eskifjörður     

5

0

0

5

4


Höfn          

1

0

0

1

1


Vík               

0

0

0

0

0


Hvolsvöllur     

0

0

0

0

0


Vestmannaeyjar     

1

2

0

3

2


Selfoss     

0

0

0

0

0


Keflavík     

2

0

3


Keflavíkurflugvöllur     

0

0

0

0

0


Hafnarfjörður     

5

1

0

6


Kópavogur     

0

0

0

0

0


Reykjavík     

46

2

0

48

28