Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 223 . mál.


568. Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Ragnars Arnalds um sölu fullvirðisréttar og greiðslu-marks frá veðsettum jörðum.

    Hvað hefur fullvirðisréttur og síðar greiðslumark annars vegar í sauðfé og hins vegar í mjólk verið selt frá mörgum jörðum á árabilinu 1986–96, sundurliðað eftir kjördæmum?
    Ekki eru til tölvutækar upplýsingar um efnið sem spurt er um og engin leið að handvinna upplýsingarnar sem farið er fram á innan tilskilins tíma. Á þeim áratug sem fyrirspurnin nær til hafa orðið verulegar breytingar á fyrirkomulagi framleiðslustjórnar mjólkur og kindakjöts. Með búvörusamningi frá 11. mars 1991 varð sú breyting að fullvirðisrétti var breytt í greiðslumark og gildandi framleiðsluréttur minnkaður verulega. Fullvirðisréttur í kindakjöti var færður úr 12.300 tonnum í 8.600 tonna greiðslumark til að framleiðsla svaraði til þarfa innlends markaðar. Fullvirðisréttur í mjólk var minnkaður úr 106–107 milljónum lítra í 100 milljóna lítra greiðslumark. Við þessa niðurfærslu voru tveir möguleikar. Sá fyrri var að bændur gerðu samninga við ríkið um sölu á framleiðslurétti er næmi heildarniðurfærslunni. Sá síðari var almenn niðurfærsla framleiðsluréttarins sem næmi allt að 3.700 tonnum kindakjöts. Í reynd varð það svo að ríkissjóður keypti fullvirðisrétt mjólkur og kindakjöts á nánast öllum lögbýlum landsins við niðurfærslu framleiðsluréttar. Eftirfarandi tafla gefur mynd af því hvaða breytingar hafa orðið á fjölda lögbýla með fullvirðisrétt í mjólk og/eða kindakjöti á árunum 1986–96. Lögbýlunum er skipt í hrein sauðfjárbú, hrein kúabú og blönduð bú með fullvirðisrétt í kindakjöti og mjólk.

Samanburður á fjölda lögbýla með framleiðsluheimildir í mjólk og kindakjöti


(yfir 10 ærgildi í hvorri grein) við upphaf fullvirðisréttar (1986)


og á árinu 1996, eftir kjördæmum.



Upphaf fullvirðisréttar

1996

Mismunur %


Kjördæmi

Kindak.

Mjólk

Blandað

Kindak.

Mjólk

Blandað

Kindak.

Mjólk

Blandað



Reykjavík     
7
1 0 0 0 0 -100 ,00 -100 ,00 0
Reykjanes     
71
8 18 28 8 8 -60 ,56 0 ,00 -55 ,56
Vesturland     
413
56 212 281 99 104 -31 ,96 76 ,79 -50 ,94
Vestfirðir     
274
16 72 195 22 34 -28 ,83 37 ,50 -52 ,78
Norðurland vestra     
513
43 206 329 85 111 -35 ,87 97 ,67 -46 ,12
Norðurland eystra     
416
75 275 276 124 157 -33 ,65 65 ,33 -42 ,91
Austurland     
461
24 116 291 43 47 -36 ,88 79 ,17 -59 ,48
Suðurland     
488
113 434 312 185 271 -36 ,07 63 ,72 -37 ,56
Samtals     
2.643
336 1.333 1.712 566 732 -35 ,23 68 ,45 -45 ,09

    Taflan sýnir tölulegan mun á fjölda býla milli þessara ára. Hún sýnir ekki nákvæman fjölda býla sem hafa selt allan rétt í mjólk eða sauðfé en gefur af því mynd. Sérhæfing býla í framleiðslu mjólkur eða kindakjöts lýsir sér í að býlum með mjólkurbúskap eingöngu fjölgar og býlum með blandaðan búskap fækkar verulega. Býlum með sauðfjárbúskap eingöngu fækkar þó mest.
    Úr fullvirðisskrám má enn fremur lesa eftirfarandi breytingar á fullvirðisrétti lögbýla:
              Lögbýlum með sauðfé fækkaði úr
3.976
    í 2.444
              Lögbýlum með mjólk fækkaði úr
1.669
    í 1.298
              Lögbýlum með sauðfé eingöngu fækkaði úr
2.643
    í 1.712
              Lögbýlum með mjólk eingöngu fjölgaði úr
336
    í 566
              Lögbýlum með báðar heimildir fækkaði úr
1.333
    í 732
    Hér kemur fram að lögbýlum fækkar um tæplega 2.000, þ.e. þeim sem hafa mjólkurframleiðslu og þeim sem hafa sauðfé, talið hvort fyrir sig, og er það fækkun um 700 umfram það sem lögbýlum með fullvirðisrétt í kindakjöti og mjólk fækkaði á tímabilinu. Þetta skýrist af því að vegna sérhæfingar hefur réttur til framleiðslu mjólkur eða kindakjöts verið seldur frá um 700 býlum sem voru með blandaðan búskap.

    Á hve mörgum af þeim jörðum sem fullvirðisréttur eða greiðslumark hefur verið selt frá hvíla veð fyrir lánum frá:
         
    
    Stofnlánadeild landbúnaðarins,
         
    
    öðrum aðilum?

    Engin samantekt er til um hvernig veðsetningu á lögbýlum hefur verið háttað við sölu fullvirðisréttar frá lögbýlum. Við sölu fullvirðisréttar eða búmarks til ríkisins eða milli lögbýla hefur verið krafist eignarheimildar en ekki upplýsinga um áhvílandi veð. Vinna við samantekt til að gefa svar við fyrirspurninni er meiri en unnt hefur verið að ráðast í.

    Hvaða reglur gilda um uppgjör lána þegar heimildir til framleiðslu á jörðum glatast eða eru verulega skertar?

    Viðskipti með framleiðslurétt mjólkur og kindakjöts fara eftir lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993. Þau lög fela ekki í sér reglur um meðferð áhvílandi lána við ráðstöfun fullvirðisréttar eða greiðslumarks. Um uppgjör lána gilda almennar reglur um varðveislu veðhæfis eigna sem verða skýrðar ef frumvarp um samningsveð verður að lögum.