Ferill 333. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 333 . mál.


604. Fyrirspurn



til forsætisráðherra um framkvæmd á „framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið“.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Með hvaða hætti ætla stjórnvöld á næstunni „að gera almenningi auðveldara en nú er að fylgjast með starfsemi opinberra aðila, ná í þær upplýsingar sem sjálfsagt er að opnar séu landsmönnum . . .  “, eins og segir í Framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið?
    Hversu mikið af gögnum Stjórnarráðsins, sem aðgengileg eiga að vera fyrir almenning lögum samkvæmt, eru lauslega áætlað þegar fyrirliggjandi á vef alnetsins, t.d. miðað við gögn sem urðu til:
         
    
    fyrir árið 1990,
         
    
    frá árinu 1990 að telja,
         
    
    á árinu 1996?
    Eru slík gögn Stjórnarráðsins, sem aðgengileg eiga að vera almenningi lögum samkvæmt, nú færð í tölvutæku formi til miðlunar á vefnum?
    Með hvaða hætti verður mótuð heildarstefna um fjárveitingar af opinberri hálfu til að hrinda í framkvæmd þeim markmiðum sem snúa að opinberum aðilum og sett hafa verið fram í Framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið? Liggja nú þegar fyrir vísbendingar um hver þörfin gæti verið í þessu skyni, t.d. næstu þrjú ár?