Ferill 367. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 367 . mál.


645. Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um fæðingarorlofsrétt íslenskra kvenna við nám á Norðurlöndum.

Frá Birnu Sigurjónsdóttur.



    Hver er staða íslenskra kvenna sem eru við nám í:
    Danmörku,
    Noregi,
    Svíþjóð,
varðandi rétt til greiðslu í fæðingarorlofi í námslandinu annars vegar og hér á landi hins vegar?
    Hvaða áhrif hefur það á rétt þeirra til fæðingarorlofs ef þær flytja lögheimili sitt til námslandsins meðan á námi stendur?
    Hver er réttur þessara kvenna til greiðslu lækniskostnaðar og sjúkrahúskostnaðar ef þær koma heim til Íslands til að fæða barn sitt?
    Er ráðherra reiðubúinn að beita sér fyrir leiðréttingu á stöðu þessara kvenna komi í ljós að þær eiga hvorki rétt til greiðslu í fæðingarorlofi í námslandinu né hér heima?


Skriflegt svar óskast.




















Prentað upp.