Ferill 20. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 20 . mál.


780. Viðbótarskýrsla



forsætisráðherra um þróun launa og lífskjara á Íslandi á árunum 1991–1996.

(Lögð fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996–97.)



    Meinlegar villur reyndust vera í útreikningi á sköttum, barnabótum o.fl. í töflu 3 á blaðsíðu 3 í skýrslu um þróun launa og lífskjara á Íslandi á árunum 1991–1996 sem útbýtt var á Alþingi 12. mars 1997 (þskj. 742). M.a. voru barnabætur ekki rétt reiknaðar og eins var forsenda frádráttar lífeyrisiðgjalds röng. Vegna þessara villna var sú mynd, sem gefin var af skattbyrði í skýrslunni, röng og sýndi mun meiri hækkun en raun var á. Leiðrétt tafla fylgir hér með.

Tafla 3. Tekjur, skattar og ráðstöfunartekjur á mánuði eftir hjúskaparstöðu.



1990

1991

1992

1993

1994

1995

1996



Hjón með 2 börn.

Atvinnutekjur     
197.750
216.500 221.400 222.400 227.500 241.500 260.820
Tekjuskattur²     
40.017
44.068 45.086 48.900 52.113 55.653 61.380
Barnabætur     
7.574
8.242 5.458 5.503 5.542 5.664 5.685
Vaxtagjöld     
19.442
21.317 22.825 23.108 23.383 23.658 24.317
Vaxtabætur     
8.533
9.267 9.775 9.933 9.775 10.475 10.558
Ráðstöfunartekjur     
173.840
189.941 191.546 188.936 190.704 201.986 215.683
Tekjuskattsbyrði,
hlutfall af atvinnutekjum     
12,1%
12,3% 13,5% 15,0% 16,2% 16,4% 17,3%

Einstætt foreldri með eitt barn³
Atvinnutekjur     
70.000
76.500 78.100 79.500 80.500 83.200 89.856
Tekjuskattur     
6.371
7.063 7.155 8.954 9.752 9.868 11.823
Barnabætur     
10.940
11.804 11.954 13.998 14.009 14.408 14.668
Vaxtagjöld     
11.875
13.017 14.017 14.200 14.563 14.925 15.333
Vaxtabætur     
6.767
7.550 8.167 8.267 8.308 9.225 9.425
Meðlag     
6.814
7.315 7.509 10.300 10.300 10.712 10.794
Ráðstöfunartekjur     
88.150
96.106 98.575 103.110 103.366 107.676 112.921
Bætur umfram tekjuskatt,
hlutfall af atvinnutekjum     
–16,2%
–16,1% –16,6% –16,7% –15,6% –16,5% –13,7%

Einhleypir
Atvinnutekjur     
68.200
74.500 73.400 71.900 72.900 76.100 82.188
Tekjuskattur     
6.371
7.063 7.155 8.954 9.752 9.868 11.823
Barnabætur     
0
0 0 0 0 0 0
Vaxtagjöld     
10.525
11.517 12.617 12.875 12.983 13.092 13.600
Vaxtabætur     
5.017
5.483 6.033 6.217 5.975 6.450 6.708
Ráðstöfunartekjur     
66.846
72.920 72.278 69.163 69.123 72.682 77.074
Tekjuskattsbyrði,
hlutfall af atvinnutekjum     
2,0%
2,1% 1,5% 3,8% 5,2% 4,5% 6,2%

Til samanburðar
Vísitala kaupmáttar ráðstöfunartekna     
100,0
102,5 100,1 94,1 94,1 97,4 101,8

. Annað barnið er yngra en 7 ára, hitt eldra.
² Annað hjónanna aflar allra teknanna og nýtir 80% af persónuafslætti hins.
³ Barnið er yngra en 7 ára.
    Hér er miðað við meðalatvinnutekjur fremur en tekjuskattsstofn eins og gert var í skýrslunni. Er það gert til einföldunar. Á því tímabili sem skýrslan tekur til voru gerðar ýmsar breytingar á heimildum til frádráttar frá tekjum, svo sem hlutabréfafrádrætti, frádrætti vegna hluta lífeyrissjóðstekna o.fl., sem hefur í för með sér að tekjuskattsstofn er ekki góður kvarði á tekjuþróun. Jafnframt er flókið að gera þeim áhrifum skil í meðaltölum.
    Eins og fram kemur í töflunni að framan eykst skattbyrði hjóna með tvö börn úr 12,1% í 17,3% eða um 5,2 prósentustig, en ekki um 6,6 stig eins og stóð í skýrslunni.
    Þegar aukning skattbyrðar á þessu tímabili er metin er nauðsynlegt að hafa þrennt í huga. Í fyrsta lagi breytingar sem gerðar voru á álagningu óbeinna skatta samhliða breytingum á tekjusköttum. Árið 1993 var aðstöðugjald fellt niður og skatthlutfall hækkað um 1,5 prósentustig, en ríkissjóður greiddi tekjutap sveitarfélaga með þeim hætti. Tilgangur þessara breytinga var að auka samkeppnishæfni atvinnulífsins, auka atvinnu og lækka verðlag. Árið 1994 var síðan útsvarshlutfall í staðgreiðslu hækkað um 1,6 prósentustig og tekjuskattshlutfall lækkað á móti um 1,15 prósentustig. Ástæða þess að tekjuskattshlutfallið lækkaði ekki meira var sú að virðisaukaskattur af matvælum var lækkaður úr 24,5% í 14% frá og með 1. janúar 1994. Á móti var tekjuskattshlutfallið hækkað um 0,35%. Loks var heimilaður frádráttur vegna hluta launamanns í iðgjaldi til lífeyrissjóða og varð sú breyting á árunum 1995 og 1996. Á móti þeim breytingum var persónuafsláttur o.fl. fryst á árinu 1996.
    Í öðru lagi hafa reglur um barnabætur og barnabótaauka breyst á þessu tímabili. Meginbreytingin felst í tilfærslu frá barnabótum yfir í tekju- og eignatengdan barnabótaauka og kom sú breyting til framkvæmda á árinu 1992. Þá var tekjuskerðingarhlutfall barnabótaaukans lækkað á árinu 1996 til að draga úr jaðaráhrifum hans á afkomu tekjulágra fjölskyldna. Þessar breytingar hafa hins vegar engin áhrif á skattbyrði þeirra hjóna sem stillt er upp í meðfylgjandi töflu, þar sem tekjur þeirra eru fyrir ofan tekjuviðmiðun barnabótaaukans, en lækka að sama skapi skattbyrði tekjulægri barnafjölskyldna.
    Í þriðja lagi er rétt að hafa í huga að uppbygging tekjuskattskerfisins hér á landi, þar sem saman fer eitt skatthlutfall og hár persónuafsláttur sem breytist í takt við verðlag fremur en laun, veldur því að skattbyrði hækkar þegar efnahagslífið er í uppsveiflu en lækkar á samdráttartímabilum. Þetta þarf að hafa í huga þegar skattbyrði er borin saman milli ára.