Ferill 501. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 501 . mál.


840. Fyrirspurn



til kirkjumálaráðherra um skipan nefnda um málefni kirkjunnar.

Frá Guðnýju Guðbjörnsdóttur.



    Hvaða nefndir hafa verið skipaðar um málefni kirkjunnar sl. þrjú ár og hvernig hafa þær verið skipaðar? Hverjir hafa setið í viðkomandi nefndum og hverjir hafa verið formenn þeirra? Hvert er hlutfall kvenna og karla:
    í hverri nefnd,
    meðal formanna nefndanna?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Fyrirspurn þessi er samhljóða 1. lið fyrirspurnar á þskj. 633. Í svari ráðherra á þskj. 699 kemur aðeins fram hver fjöldi nefndarmanna er og hvert er hlufall kvenna. Með fyrirspurninni var ætlast til að fá upplýsingar um hvaða nefndir hafa verið skipaðar, þ.e. um hvaða verkefni, hverjir sitja í hverri nefnd og hverjir eru formenn, auk annars sem tilgreint er í fyrirspurninni. Því er fyrirspurnin ítrekuð.