Ferill 347. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 347 . mál.


934. Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um ferliverk á Ríkisspítölum.

    Hve mörg ferliverk voru unnin á Ríkisspítölum á árunum 1993–96, sundurliðað eftir árum?
    Hvernig skiptast ferliverk á sérfræðigreinar?
    Fjölda ferliverka og skiptingu á sérgreinar á Ríkisspítölum 1993–96 má sjá í töflunni hér á eftir.

Deild

1996

1995

1994

1993



Krabbameinslækningadeild     
2.703
2.278 2.998 2.258
Magaspeglanir     
1.840
1.741 2.042 1.285
Handlækningadeild     
524
445 500 394
Augnlækningar     
64

Hjarta- og ómskoðun     
1.834
1.548 1.254 2.009
Lýtalækningadeild     
255
234 291 316
Bæklunarlækningadeild     
149
303
Lyflækningadeild     
81
57 64 61
Samtals     
7.450
6.606 7.149 6.323

    Hvert er hámark þeirrar upphæðar sem sjúklingur hefur þurft að greiða
         
    
    fyrir skurðaðgerð á bæklunardeild,
         
    
    fyrir augnaðgerð,
         
    
    fyrir speglun, t.d. maga- eða ristilspeglun?
         Svar óskast sundurliðað eftir árunum 1993–96.

    Greiðsluþátttaka sjúklinga er ákveðin samkvæmt reglugerð, útgefinni af heilbrigðisráðherra. Greiðslur fyrir ferliverk í eftirtöldum sérgreinum hafa verið að hámarki:
    a. Bæklunarlækningar eru ekki gerðar
    b. Augnlækningar     7.800 kr. *
    c. Magaspeglanir     5.621 kr.
    Upphæðir þessar miðast við árið 1996. Ekki reyndist unnt að afla umbeðinna upplýsinga fyrir árin 1993–95 á þeim tíma sem gefinn var, þar sem það krefst þess að farið sé sérstaklega yfir afrit allra reikninga viðkomandi sjúklinga.
     * Augnlækningadeild flutti frá Landakoti til Ríkisspítala í desember sl. Hér er því um að ræða hámark greiðslu í desembermánuði.

    Hvað greiða læknar fyrir aðstöðu og þjónustu sem spítali veitir?

    Læknar Ríkisspítala greiða ákveðið hlutfall af heildarverði læknisverks til spítalans og tekur greiðslan mið af þeirri aðstöðu sem spítalinn veitir, en hún getur verið mismunandi eftir sérgreinum. Aðstöðugjald lækna er í flestum tilvikum um 40%.
    Hafa þær greiðslur verið samræmdar?
    Aðstöðugjaldið tekur mið af þeirri þjónustu sem spítalinn veitir. Algengasta hlutfall greiðslna lækna til spítalans er um 40%.
    Við afgreiðslu fjárlaga ársins 1997 var ákveðið að Tryggingastofnun ríkisins hætti frá og með 1. maí nk. greiðslum til lækna fyrir vinnu á sjúkrahúsum og greiðslur þessar voru færðar til sjúkrahúsanna.

    Hefur samræmd reglugerð um ferliverk verið sett?

    Í gildi er samræmd reglugerð um ferliverk, nr. 340/1992. Reglugerðin gildir fyrir allar stofnanir (sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og læknastofur) sem vinna ferliverk. Auk samræmdrar reglugerðar um ferliverk hefur ráðuneytið gefið út leiðbeiningar vegna reglugerðar nr. 68/1996, um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Með reglugerðinni og leiðbeiningum ráðuneytisins á samræmd framkvæmd að vera tryggð.