Ferill 301. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 301 . mál.


1105. Breytingartillaga


við frv. til l. um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Guðnýju Guðbjörnsdóttur og Ögmundi Jónassyni.


    Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Heildarendurskoðun skal fara fram á öllum liðum samkomulags þess sem íslenska ríkið og þjóðkirkjan gerðu 10. janúar 1997, um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar, eigi síðar en að liðnum 15 árum frá undirritun þess enda hefur ríkið ekki fjárhagslegar skuldbindingar samkvæmt samningnum nema til þess tíma.