Ferill 530. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 530 . mál.


1204. Breytingartillögur



við frv. til l. um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, VS, PHB, SP, EOK, ÓÞÞ).



    Við 2. gr.
         
    
    Síðari málsliður 1. mgr. orðist svo: Sjóðfélagi er sá sem hefur greitt iðgjald til lífeyrissjóðs og á hjá honum réttindi eins og nánar er fyrir mælt í lögum þessum.
         
    
    2. mgr. orðist svo:
                            Um aðild að lífeyrissjóði fer eftir því sem kveðið er á um í sérlögum eða kjarasamningum stéttarfélaga og atvinnurekenda en ella ráðningarsamningum.
    Við 5. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 1. mgr.:
         
    
    Í stað fyrri málsliðar komi tveir málsliðir, svohljóðandi: Skyldutrygging skal að lágmarki nema 10% af iðgjaldastofni. Sé iðgjaldið hærra en 10% getur það skipst í lágmarksiðgjald og viðbótariðgjald.
         
    
    Á eftir orðinu „kjarasamningi“ í 2. málsl. komi: ráðningarsamningi.
    Við 7. gr.
         
    
    Í stað orðanna „8. gr. um lífeyrissparnað“ í 1. mgr. komi: 3. mgr.
         
    
    Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Eftirtaldir aðilar hafa heimild til móttöku iðgjalda með samningi um lífeyrissparnað samkvæmt lögum þessum:
                   
    Viðskiptabankar og sparisjóðir sem hafa starfsstöð hér á landi, sbr. lög nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði.
                   
    Líftryggingafélög sem hafa starfsstöð hér á landi, sbr. lög nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi.
                   
    Verðbréfafyrirtæki sem starfa skv. 8. gr. laga nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti, og hafa starfsstöð hér á landi.
                   
    Lífeyrissjóðir, enda uppfylli þeir skilyrði 8. gr. laga þessara.
    Við 8. gr. Greinin orðist svo:
                  Lífeyrissjóður sem móttekur iðgjald með samningi um lífeyrissparnað skal uppfylla eftirfarandi skilyrði:
        1.    Hann skal tryggja fjárhagslegan aðskilnað á milli þess hluta rekstrar sjóðsins sem lýtur að samtryggingu skv. III. kafla og þess hluta rekstrar sem tengist samningum um lífeyrissparnað. Þess skal gætt að rekstur lífeyrissjóðs sem tengist lífeyrissparnaði sé ekki niðurgreiddur af starfsemi sem lýtur að samtryggingu skv. III. kafla.
        2.    Hann skal tiltaka lágmark tryggingaverndar þannig að hluta iðgjalds sé varið til hennar, en því sem umfram er sé ráðstafað eins og viðbótariðgjaldi, sbr. 3. mgr. 5. gr. Lágmark tryggingaverndar skal fela í sér miðað við 40 ára inngreiðslutíma a.m.k. 50% af þeim mánaðarlaunum sem greitt er af í mánaðarlegan ellilífeyri frá því að taka hans hefst, þó ekki síðar en frá 70 ára aldri, sbr. 14. gr., a.m.k. 50% af þeim mánaðarlaunum sem greitt er af í örorkulífeyri á mánuði miðað við full réttindi til framreiknings, sbr. 15. gr., a.m.k. 25% af þeim mánaðarlaunum sem greitt er af í fullan makalífeyri á mánuði, sbr. 16. gr., ef við á, og barnalífeyri skv. 17. gr. eftir því sem við á.
                  Kveðið skal á um lágmark tryggingaverndar í samþykktum lífeyrissjóðs og skal hún vera í samræmi við tryggingafræðilega athugun.
                  Iðgjaldi til lífeyrissparnaðar skv. 2. tölul. 1. mgr. skal ráðstafa í samræmi við samning skv. 9. gr. Kjósi sjóðfélagi annan samningsaðila en viðkomandi lífeyrissjóð ber sjóðnum að ráðstafa iðgjaldinu til þess aðila án kostnaðarauka fyrir sjóðfélagann.              
    Við 9. gr.
         
    
    Í stað „8. gr.“ í lokamálslið komi: 7. gr.
         
    
    Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Á sama hátt og öðrum aðilum, sem tilgreindir eru í 1.–3. tölul. 3. mgr. 7. gr., er lífeyrissjóði, sem uppfyllir skilyrði 8. gr., heimilt að taka einungis við iðgjaldi með samningi um lífeyrissparnað. Sjóðurinn skal þó áður fá staðfesta aðild viðkomandi launamanns að þeim lífeyrissjóði sem lágmarksiðgjald rennur til og að iðgjald hafi verið innt af hendi sem ekki er lægri upphæð en ákveðin er skv. 2. tölul. 1. mgr. 8. gr.
    Við 10. gr.
         
    
    Í stað orðanna „og verðbréfafyrirtæki“ í 1. málsl. komi: verðbréfafyrirtæki og lífeyrissjóðir.
         
    
    Við bætist nýr málsliður, sem verði 3. málsl., svohljóðandi: Taka skal afstöðu til reglna um lífeyrissparnað og breytinga á þeim skriflega eigi síðar en þremur mánuðum eftir að fullbúið erindi berst ráðherra.
    Við 11. gr.
         
    
    Í stað „15 árum“ og „75 ára“ í 2. mgr. komi: sjö árum, og: 67 ára.
         
    
    Í stað „15 árum“ í 3. mgr. komi: sjö árum.
         
    
    Í stað „15 ár“ og „75 ára“ í 4. málsl. 4. mgr. komi: sjö ár, og: 67 ára.
    Við 13. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 1. mgr.:
         
    
    2. málsl. falli brott.
         
    
    3. málsl. orðist svo: Í samþykktum lífeyrissjóðs skal kveðið nánar á um ávinnslu réttinda en hún getur verið mismunandi eftir því hvort iðgjald er lágmarksiðgjald eða viðbótariðgjald.
    Fyrirsögn III. kafla verði: Samtryggingaréttindi í lífeyrissjóðum.
    Við 20. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Starfsemi lífeyrissjóðs skal lúta að móttöku, varðveislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu lífeyris. Iðgjöld og annað ráðstöfunarfé lífeyrissjóðs skal ávaxta sameiginlega með innlánum í bönkum og sparisjóðum eða í framseljanlegum verðbréfum á grundvelli áhættudreifingar samkvæmt fyrir fram kunngerðri fjárfestingarstefnu.
    Við 21. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 2. mgr.:
         
    
    Við bætist: í samræmi við tryggingafræðilega athugun.
         
    
    Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Nánar skal kveðið á um þetta atriði í reglugerð.
    Við 24. gr.
         
    
    Í stað orðanna „Eigi sjaldnar en þriðja hvert ár“ í upphafi 1. mgr. komi: Árlega.
         
    
    Orðin „eða framreiknaða niðurstöðu slíkrar athugunar sem miðuð er við áramótin á undan“ í lok 3. mgr. falli brott.
    Við 29. gr. Í stað orðanna „taka sæti“ í 5. tölul. 2. mgr. komi: vera fulltrúi.
    Við 30. gr. Orðið „skriflega“ í 2. mgr. falli brott.
    Við 35. gr. Í stað orðsins „tekjum“ í 5. tölul. 1. mgr. komi: iðgjöldum og öðru ráðstöfunarfé.
    Við 36. gr. Í stað orðsins „bankaeftirlitið“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: bankaeftirlit Seðlabanka Íslands.
    Við 37. gr. Orðin „jafnskjótt og það er talið hagkvæmt og“ í 2. málsl. 2. mgr. falli brott.
    Við 39. gr.
         
    
    Við 1. mgr. bætist nýr málsliður sem verði 2. málsl. og orðist svo: Hrein eign til greiðslu lífeyris skal við þessa athugun endurmetin við núvirðingu.
         
    
    Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Tryggingafræðingur lífeyrissjóðs má ekki sitja í stjórn hans, vera starfsmaður hans eða starfa í þágu hans að öðru en tryggingafræðilegri athugun á lífeyrisskuldbindingum sjóðsins, sbr. 24. gr.
    Við 45. gr. Orðið „bankastjórn“ í 1. mgr. falli brott.
    Við 51. gr. Í stað orðsins „ríkisbanka“ komi: banka.
    Við 55. gr. Greinin falli brott.
    Við 56. gr. (er verði 55. gr.). Eftirfarandi breytingar verði á fyrri málslið 1. mgr.:
         
    
    Í stað orðsins „ríkisbanka“ komi: banka.
         
    
    Í stað orðsins „grundvelli“ komi: réttindagrundvelli.
    Við 60. gr. (er verði 59. gr.). Fyrri málsliður orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1998.