Ferill 69. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 69 . mál.


1217. Nefndarálit



um till. til þál. um stuðning við konur í Afganistan.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið á sinn fund Helga Ágústsson og Jón Egil Egilsson frá utanríkisráðuneytinu og lögðu þeir einnig fram ýmis gögn um málið.
    Ísland hefur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi sem miðar að því að bæta hag allra íbúa Afganistan og tryggja almenn mannréttindi í landinu. Á 51. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna var Ísland meðflytjandi tillögu sem var samþykkt þar sem fordæmd er mismunun gagnvart konum og stúlkum, sem og önnur brot á mannréttindum og mannúðarlögum. Þingið samþykkti einnig án atkvæðagreiðslu ályktun þar sem minnt er á þjóðréttarlegar skuldbindingar Afganistans og mismunun gagnvart konum. Þá gerðist Ísland aðili að ræðu Evrópusambandsins í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 14. apríl 1997, en í henni er vikið sérstaklega að aðstæðum kvenna og stúlkna þar í landi. Í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna er ástand mannréttindamála í Afganistan einnig til umfjöllunar.
    Með hliðsjón af því að ríkisstjórnin vinnur þegar að efnislegum framgangi þessa þingmáls telur nefndin eðlilegast að ljúka umfjöllun sinni um málið og leggur til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 7. maí 1997.



Geir H. Haarde,

Margrét Frímannsdóttir.

Siv Friðleifsdóttir.


form., frsm.



Össur Skarphéðinsson.

Tómas Ingi Olrich.

Árni R. Árnason.



Kristín Ástgeirsdóttir.

Hjálmar Árnason.

Hjálmar Jónsson.