Endurgreiðsla sérfræðikostnaðar

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 13:42:17 (3013)

1998-01-27 13:42:17# 122. lþ. 52.1 fundur 164#B endurgreiðsla sérfræðikostnaðar# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[13:42]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Í morgun lagði ég fram frv. til laga í ríkisstjórn þess eðlis að breyta almannatryggingalögunum þannig að hægt sé að endurgreiða sjúklingum það hlutfall sem þeir hafa hingað til fengið greitt frá almannatryggingum þegar samningar nást við sérfræðilækna. Ég á því von á að þetta frv. liggi hér í þingsölum innan nokkurra daga.

Þetta held ég að hljóti að svara spurningu þingmannsins. Hv. þm. spurði einnig hvort sjúklingar þeirra lækna sem ekki færu á samning hjá Tryggingastofnun fengju endurgreitt. Sjúklingar þeirra lækna geta ekki fengið endurgreitt, eingöngu sjúklingar þeirra sem eru á samningi við Tryggingastofnun.