Afgreiðsla EES-reglugerða

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 14:13:05 (3039)

1998-01-27 14:13:05# 122. lþ. 52.1 fundur 169#B afgreiðsla EES-reglugerða# (óundirbúin fsp.), KÁ
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[14:13]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Í frétt og löngu viðtali í Morgunblaðinu þann 18. janúar er haft eftir Kjartani Jóhannssyni, framkvæmdastjóra EFTA, að hægt gangi að afgreiða EES-reglugerðir á Íslandi. Í því sambandi er vísað til þingsins. Þessi ummæli komu mér nokkuð á óvart þar sem ég veit ekki til þess að óafgreidd EES-mál liggi hér fyrir. Mig langar að spyrja hæstv. utanrrh. um það hvort hann kunni skýringar á þessum ummælum framkvæmdastjórans. Getur hann geti upplýst okkur þingmenn um á hvaða sviðum dregist hafi að koma reglugerðum í lög? Er ráðherrann sammála því að hægt gangi og ef svo er, hvaða ástæður eru fyrir því?