Viðskiptabann á Írak

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 14:29:24 (3049)

1998-01-27 14:29:24# 122. lþ. 52.94 fundur 175#B viðskiptabann á Írak# (aths. um störf þingsins), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[14:29]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég tel óþarfa hjá hv. þm. að tala um vanþekkingu á þessum málum og ég mótmæli því að við séum sem aðildarríki að Sameinuðu þjóðunum að brjóta mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við erum að taka þátt í sameiginlegum aðgerðum Sameinuðu þjóðanna og það sem skiptir máli er að þjóðin er skuldbundin til þess að framfylgja ákvörðunum öryggisráðsins og það er það sem á stendur. (Gripið fram í.) Hv. þm. getur væntanlega komið síðar í ræðustól, ég hef ekki boðið honum upp á ræðutíma minn. Ég ætla ekki að fara út í efnislegar umræður um málið. Ég var að benda á að málið kallaði á efnislega umræðu og þeir hv. þm. sem gerast málshefjendur að málinu geta ekki ætlast til þess að það verði flutt með þeim einhliða hætti sem þeir hafa flutt það í dag því að málið snýr að sjálfsögðu fyrst og fremst inn á við í Írak. (ÖJ: Ég er að óska eftir umræðu í ríkisstjórn.)