Leiklistarlög

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 15:36:25 (3057)

1998-01-27 15:36:25# 122. lþ. 52.2 fundur 356. mál: #A leiklistarlög# frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[15:36]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að ítreka það sem ég sagði um skipunartíma þjóðleikhússtjóra. Ég vil aðeins, vegna orða hv. þm., vekja athygli á því að textinn í nýsettum háskólalögum varð að lokum þannig að það er ekki skylda að skipta um rektor eftir fimm ár. Hins vegar er ákvæðið mjög svipað og er í þessum lögum þannig að auglýsa ber starfið að fimm árum loknum og sami maður getur boðið sig fram til þess að nýju.

Í þessu tilviki er talað um að eftir tvö fimm ára tímabil beri að auglýsa starfið.