Almannatryggingar

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 17:59:07 (3083)

1998-01-27 17:59:07# 122. lþ. 52.8 fundur 348. mál: #A almannatryggingar# (lögheimilisskilyrði, slysatrygging sjómanna o.fl.) frv., ÁE (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[17:59]

Ágúst Einarsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hæstv. heilbrrh. gerði hér grein fyrir stjfrv. Í 2. gr. þess frv. er breyting á lögum 24. gr. laganna. Hæstv. ráðherra upplýsti að þetta ákvæði hefði verið samþykkt hér fyrir jól og að ráðuneyti hæstv. ráðherra hefði komið að þeirri vinnu. Þetta mál tengist frv. hv. þm. Guðmundar Hallvarðssonar sem menn muna vel eftir. Þrátt fyrir að þetta ákvæði hafi verið samþykkt sem lög fyrir jól er þetta stjfrv. látið koma til 1. umr. og í framsögu vikið að því að fella eigi niður 2. gr. frv. Eins á að fella úr athugasemdum við lagafrv. allt sem viðkemur 2. gr. Það á raunverulega að fella niður allt um 2. gr. í frv. Ég vil spyrja hæstv. forseta að því hvort hér sé farið að þingsköpum. Hefði ekki verið eðlilegra að leggja stjfrv. fram aftur? Hefði jafnvel verið einfaldast að prenta frv. upp og fella niður þau ákvæði sem vitna til 2. gr.? Mér finnst, herra forseti, óeðlilega að verki staðið, einfaldlega vegna þess að til þessa var nægur tími og ég vil spyrja hæstv. forseta hvað þingsköp segja um þá þinglegu meðferð sem hæstv. ráðherra er að bjóða þingmönnum upp á.