Ummæli ráðherra í fyrirspurnatíma

Miðvikudaginn 28. janúar 1998, kl. 13:49:49 (3123)

1998-01-28 13:49:49# 122. lþ. 53.93 fundur 182#B ummæli ráðherra í fyrirspurnatíma# (um fundarstjórn), ÁRJ (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[13:49]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég sé mér ekki annað fært eftir þessi ummæli hæstv. ráðherra en að geta þess hér að ég sem þingmaður er enn að kynna almannatryggingar, kynna réttinn til bóta almannatrygginga, reyndar kauplaust, vegna þess að það er óskað eftir því við mig. Það getur vel verið að fjölgun lífeyrisþega í þessum bótaflokki sé vegna þess. Ég ætla þó ekki að segja að svo sé endilega vegna þess. Ég kalla samt eftir aukinni kynningu á þessu vegna þess að ég hef, því miður, allt of oft orðið vör við að fólk veit ekki um þennan rétt sinn og mun meiri kynningu þarf en einn eða tveir menn geta sinnt.