Vegáætlun 1998-2002

Fimmtudaginn 29. janúar 1998, kl. 12:13:28 (3179)

1998-01-29 12:13:28# 122. lþ. 55.1 fundur 378. mál: #A vegáætlun 1998-2002# þál., 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál., MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[12:13]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að víkja mér undan þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar m.a. með mínum stuðningi í hv. Alþingi. Ég hef margoft gert grein fyrir því og dettur ekki í hug að víkja mér undan því. En það sem ég hins vegar var að ræða hér áðan varðandi vegáætlun 1998 var að ég gerði athugasemdir við það á sínum tíma, á sl. ári þegar upp komu hugmyndir eða það svona leit út fyrir að það þyrfti að gera atlögu að þeirri áætlun aftur vegna þess að menn voru að vinna að markmiðum í ríkisfjármálum. En sem betur fer liggur nú fyrir að þess þurfti ekki og það verður ekki gert. Ég ætla ekki að víkja mér undan því að ég tók þátt í því að skapa ríkissjóði tekjur frá vegáætlun á síðustu þremur árum. Ég vil vera fullkomlega heiðarlegur í því og standa við það. Ég held að ég hafi ekkert meira um þetta að segja.