Vegáætlun 1998-2002

Fimmtudaginn 29. janúar 1998, kl. 15:41:14 (3223)

1998-01-29 15:41:14# 122. lþ. 55.1 fundur 378. mál: #A vegáætlun 1998-2002# þál., 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál., ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[15:41]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. fyrir góðar undirtektir við hluta af ræðu minni. Ég skil vel að hv. þm. þurfi að kyngja þrisvar þegar talað er um samkeppni um göng og annað slíkt. Það er ekkert óeðlilegt. Ég er fyrst og fremst að benda á þessa fjölförnu leið og þennan möguleika þegar við erum að ræða um jarðgöng. Af hverju eru ekki göng í gegnum Hellisheiði inni í myndinni? Mér finnst það nauðsynlegt mál, hvenær svo sem við kæmum til með að framkvæma þetta.

Ég tel, og við hv. þm. erum mjög sammála um það, að við ættum að ráðast fyrr í svokallaðan Suðurstrandarveg heldur en að gera Reykjanesbrautina tvíbreiða. Um það skulum við sameinast og fyrir því skulum við berjast.