Búnaðarlög

Þriðjudaginn 03. febrúar 1998, kl. 15:21:39 (3330)

1998-02-03 15:21:39# 122. lþ. 57.3 fundur 368. mál: #A búnaðarlög# frv., EgJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur

[15:21]

Egill Jónsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessi ræða gefur ekki tilefni til mikilla andsvara í þessum efnum því að hún var ekkert um þetta mál. Hún var ekkert um þetta frv. Mér þykir leitt að ég skuli hafa með þeim fáu orðum þar sem ég var að ræða vistumhverfi, m.a. flórgoða, hafa orðið til þess að ergja hv. þm. og að hann skyldi þannig missa alla möguleika á því að ræða efnislega um þetta sérstaka frv. Ég þarf ekki að endurtaka það enn einu sinni, það er þá orðið í þriðja sinn, að ég var með athugasemdir um tóninn í frv. sem mér finnst á vissan hátt vera nokkuð yfirlætislegur. Þá vona ég nú að hv. þm. skilji orð mín.