Fjöldatakmarkanir við Háskóla Íslands

Miðvikudaginn 04. febrúar 1998, kl. 14:10:00 (3392)

1998-02-04 14:10:00# 122. lþ. 58.3 fundur 380. mál: #A fjöldatakmarkanir við Háskóla Íslands# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur

[14:10]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Það hlýtur alltaf að vera mat læknadeildar Háskóla Íslands hversu mikil geta er til klínískrar menntunar og auðvitað er tekið tillit til þess. Mjög mikilvægt er að þær spár gangi hratt fyrir sig sem ég minntist áðan á vegna þess að þær síðustu spár sem voru gerðar sýndu að ekki væri yfirvofandi unglæknaskortur eða skortur á læknum. Síðan hafa orðið þær breytingar eins og ég kom inn á í fyrri ræðu minni að vinnutímatilskipanir Evrópubandalagsins hafa breytt hér miklu um og eins það að Noregur hefur sótt mjög í lækna okkar. Svörin eru þau að geysilegar breytingar hafa orðið á mjög stuttum tíma.