Þjóðlendur

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 15:23:06 (3500)

1998-02-05 15:23:06# 122. lþ. 60.2 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv., ÁE (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[15:23]

Ágúst Einarsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég felst vitaskuld á allt sem forseti segir um þetta mál. Ég vil hins vegar að það komi skýrt fram, af því hann taldi óeðlilegt að gerð væri athugasemd við þetta mál, að það er að gefnu tilefni. Þingmenn Framsfl. tóku þetta mál sérstaklega upp í umræðunni, báru sakir hver á annan, a.m.k. sá hæstv. félmrh. sig knúinn til að bera af sér sakir. Það voru framsóknarmenn sem drógu hið fyrra frv. hér inn í umræðuna og þess vegna er ég að óska eftir skýringum á því. Ég tók þetta mál ekki upp að fyrra bragði heldur vegna þessara óvanalegu orðaskipta hjá þingmönnum Framsfl. Ég vil að það komi alveg skýrt fram hér í umræðunni.