Þjóðlendur

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 15:30:05 (3504)

1998-02-05 15:30:05# 122. lþ. 60.2 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[15:30]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Þó að vafi hafi ríkt um eignarhald á hálendinu, bæði vafi á eignarrétti sveitarfélaga og ríkisins, hefur Alþingi talið sér fært að mæla í lögum fyrir um nýtingu og hagnýtingu gæða á landsvæðum utan eignarlanda. Engin ástæða er til þess að ætla að með frv. sé verið að skerða þær ákvarðanir Alþingis sem liðnar eru hvað þetta varðar eða framtíðarmöguleika Alþingis hvað þetta varðar eftir að lögin hafa verið sett. Þetta þýðir með öðrum orðum að þeim reglum sem nú gilda, þar með lög nr. 64/1994, og ákvæðum sem þar stenda er í engu haggað þrátt fyrir þau lög sem við erum að undirbúa samþykkt á um þjóðlendur. Ég tek því undir með hv. þm. að það er misskilningur aðila sem hafa óttast að með lagasetningunni væri verið að gera breytingar hvað það varðar. Sá réttur er áfram fyrir hendi. Á hinn bóginn getur ríkið sem landeigandi haft afskipti af þáttum eins og þeim ef menn fara að koma sér upp veiðiaðstöðu án leyfis eða að hafa þannig framferði á lendum ríkisins við veiðar og annað þess háttar sem spillti landi.