Þjóðlendur

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 15:54:37 (3507)

1998-02-05 15:54:37# 122. lþ. 60.2 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[15:54]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Vegna athugasemda hv. þm. um eyjar og þess háttar vek ég athygli á því að þjóðlendufrv. er ekki bundið við miðhálendið heldur nær það yfir landsvæði utan eignarlanda þannig að samkvæmt þessu frv. mundi Surtsey falla þar undir, eins og ég skil frv.

Í annan stað vil ég nefna þær ábendingar sem hv. þm. kom með varðandi frest þann sem gefinn er og hann gat sérstaklega um. Ég hygg að þar hafi hv. þm. komið með ábendingar sem eigi fullan rétt á sér. Ég vænti þess að nefndin sem fær málið til meðferðar athugi það sérstaklega. Ég hygg að hv. þm. eigi þar sæti, hann átti a.m.k. sæti þar. Ábendingar um að fresturinn megi vera rýmri eru réttar. Það stendur hins vegar ekki til af minni hálfu að bæta hf. aftan við þjóðlenduna.